Gestur Einarsson frá Hæli var með viðtalsbúnaðinn á lofti í kvöld þegar Hamar tók 1-0 forystu gegn Stjörnunni í 1. deild kvenna. Gestur ræddi við Kjartan Atla Kjartansson þjálfara Stjörnunnar í leikslok og Hallgrím Brynjólfsson þjálfara Hamars. Annar leikur liðanna fer fram í Ásgarði á laugardag kl. 16:30 þar sem Hamar getur með sigri tryggt sér sæti í úrvalsdeild á næstu leiktíð en Stjörnusigur þýðir að blásið verður til oddaleiks í Hveragerði þann 10. apríl.



