Flestra augu beinast að Ásgarði og Egilsstöðum í kvöld, í Garðabæ taka bikarmeistarar Stjörnunnar á móti Snæfell í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Domino´s deildarinnar og á Egilsstöðum eigast við Höttur og Hamar í sinni annarri viðureign í undanúrslitum 1. deildar karla.
Viðureign Hattar og Hamars hefst kl. 18:30 en Hamarsmenn leiða 1-0 í einvíginu eftir sigur í fyrsta leik í Hveragerði og dugir þeim sigur í kvöld til að tryggja sér sæti í úrslitarimmunni. Sigur hjá Hetti tryggir þeim oddaleik í Hveragerði.
Snæfell leiðir 1-0 gegn Stjörnunni eftir spennusigur í Stykkishólmi í fyrstu viðureign liðanna. Lokatölur í fyrsta leiknum voru 91-90 þar sem Jay ógnvaldur Threatt átti rándýran stolinn bolta og Snæfell fagnaði sigri.
Tveir toppslagir í kvöld og vissara að mæta tímanlega í húsin. Hér má svo sjá yfirlit yfir alla leiki dagsins.
Mynd/ Eyþór Benediktsson – Það var fagnað vel í Hólminum eftir fyrstu viðureign Snæfells og Stjörnunnar.



