spot_img
HomeFréttirRúmlega 18.000 fylgdust með OKC leggja Spurs

Rúmlega 18.000 fylgdust með OKC leggja Spurs

Þrír leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt, tvö efstu lið vesturstrandarinnar mættust er Oklahoma City Thunder lagði San Antonio Spurs 100-88 í Chesapeake Energy Arena í Oklahoma frammi fyrir troðfullu húsi eða rúmlega 18.000 áhorfendum.
 
Oklahoma 100-88 San Antonio
Russell Westbrook var stigahæstur í sigri Oklahoma með 27 stig, 7 fráköst og 7 stoðsendingar. Kevin Durant var ekki langt á eftir liðsfélaga sínum með 25 stig, 9 fráköst og 6 stoðsendingar. Hjá Spurs voru Kawhi Leonard og Tim Duncan báðir með 24 stig og tvennu því Leonard var með 14 fráköst og Duncan 11. Spurs eru þrátt fyrir tapið á toppi vesturstrandarinnar með 56 sigra og 20 tapleiki en Oklahoma í 2. sæti með 55 sigra og 20 tapleiki. Aðeins eitt lið hefur tapað færri leikjum í NBA deildinni þetta árið en það eru meistarar Miami með 16 ósigra og 58 sigurleiki.
 
Denver 95-94 Dallas
Andre Iguodala gerði sigurstig Denver í leiknum þegar 2,8 sekúndur lifðu leiks og var þetta nítjandi heimasigur Denver í röð! Corey Brewer var stigahæstur í sigurliði Denver með 23 stig af bekknum og Andre Miller bætti við 22 stigum og 7 stoðsendingum. Brewer varði svo lokaskot Dallas sem freistuðu þess að stela sigrinum með lokaskoti en Brewer sá við þeim. Hjá Dallas voru sex sem rufu 10 stiga múrinn og Brandan Wright þeirra stigahæstur með 16 stig af bekknum hjá Dallas.
 
Brooklyn 90-92 Chicago
Hlutirnir litu ljómandi vel út hjá Brooklyn í upphafi leiks, unnu fyrsta leikhlutann 26-13 en töpuðu næstu þremur leikhlutum þrátt fyrir þessa fínu byrjun. Carlos Boozer landaði tröllatvennu fyrir Bulls með 29 stig og 18 fráköst en Deron Williams skilaði einnig tvennu fyrir Brooklyn með 30 stig og 10 stoðsendingar. Lopez átti lokaskot Brooklyn í leiknum en það dansaði upp úr hringnum og Bulls fögnuðu sterkum útisigri.
 
Svipmyndir úr leikjum næturinnar:
 
 
Úrslit næturinnar:

FINAL
 
7:00 PM ET
CHI
92
BKN
90
13 23 29 27
 
 
 
 
26 21 20 23
92
90
  CHI BKN
P Boozer 29 Williams 30
R Boozer 18 Evans 13
A Hinrich 6 Williams 10
 
Highlights
 
FINAL
 
9:00 PM ET
DAL
Fréttir
- Auglýsing -