spot_img
HomeFréttirLewis framlengir í Keflavík

Lewis framlengir í Keflavík

Darrel Lewis verður áfram með Keflvíkingum á næstu leiktíð í Domino´s deild karla. Heimasíða Keflavíkur greinir frá þessu í dag. Darrel heldur af landi brott í dag og mun eyða sumrinu í Bandaríkjunum.
 
Í viðtali við Keflavik.is segir Darrel að ákvörðun hans um að vera eitt ár í viðbót með Keflvíkingum væri til komin af því að Keflavík náði ekki sem lið að afreka það sem það gat og átti að gera. Tapið í fyrstu umferð úrslitakeppninnar hafi verið kveikjan að því að framlengja til eins árs í viðbót.
 
Lewis var einn sterkasti leikmaður Keflavíkurliðsins í vetur og á meðal fremstu manna í deildarkeppninni með 20 stig, 7 fráköst og 3,7 stoðsendingar að meðaltali í leik.
 
  
Fréttir
- Auglýsing -