Þrír kvennaleikir fóru fram í dag, í 1. deild kvenna tókst Stjörnunni að tryggja sér oddaleik gegn Hamri með sigri í Ásgarði. Þá jöfnuðu Keflavík og Snæfell einvígi sín gegn Val og KR í undanúrslitum Domino´s deildar kvenna.
Úrslit – Domino´s deild kvenna
KR 59-61 Snæfell (1-1)
Valur 74-82 Keflavík (1-1)
Úrslit – 1. deild kvenna
Stjarnan 61-45 Hamar (1-1)
Oddaleikur liðanna fer fram í Hveragerði á miðvikudag en þá ræðst hvort liðið muni leika í Domino´s deild kvenna á næstu leiktíð.
Mynd/ Heiða – Keflvíkingar jöfnuðu einvígið gegn Valskonum í dag.



