spot_img
HomeFréttirKeflavík jafnaði

Keflavík jafnaði

Hannes Birgir Hjálmarsson var með pennann á lofti þegar Valskonur tóku á móti Keflavík í undanúrslitum Domino´s deildar kvenna í dag. Valur vann fyrri leikinn og leiddi því 1-0 fyrir viðureign dagsins.
 
Mikill hraði er  á leiknum til að byrja með og mistök á báða bóga. Jaleesa Butler skorar fyrstu stigin fyrir Val en Sara Rún Hinriksdóttir svarar fyrir Keflavík með körfu og vítaskoti að auki. Liðin tapa boltanum á víxl og eftir að Jaleesa setur tvö víti er staðan 4-3 fyrir Val eftir 3 mínútur. Greinileg taugaspenna er hjá leikmönnum beggja liða en mikið er um tapaða bolta hjá báðum liðum. Sara Rún setur þrist og eftir að Hallveig Jónsdóttir skorar úr sniðskoti tekur Sigurður Ingimundarson leikhlé í stöðunni 9-6 fyrir Val. Sara Rún setur annan þridt og jafnar 9-9, en hún er eini Keflíkingurinn sem er komin á blað þegar 5 mínútur eru liðnar. Liðin eru loks farin að hitta og skora á víxl, og eftir að Jaleesa skorar og fær víti að auki er staðan 16-14 fyrir Val og 3 mínútur eftir af leikhlutanum. Jesica Jenkins kemur Keflavik yfir 16-17 með þristi þegar 2 mínútur eru eftir. Valskonur pressa og ná knettinum í tvígang án þess að ná að skora. Jessica setur síðan þrist á lokasekúndum fjórðungsins og eykur forystu Keflavíkur í 4 stig 16-20. Helstu tölur úr fyrsta fjórðungi, Jaleesa Butler með 9 stig og 6 fráköst hjá Val og Sara Rún Hinriksdóttir 11 stig og 3 fráköst í liði Keflavíkur.
 
Valur skorar fyrstu 5 stigin í öðrum leikhluta eftir að Kristrún Sigurjónsdóttir skorar körfu og víti að auki en Jessica svarar fyrir Keflavík, liðin skiptast á körfum og staðan 23-24 fyrir Keflavík þegar 7:40 eru eftir af öðrum fjórðungi. Mikil barátta er hjá báðum liðum og barist um hvern bolta. Þórunn Bjarnadóttir og Jessica skiptast á þristum og Keflavík heldur eins stigs forystu þegar 6:31 eru eftir. Pálína Gunnlaugsdóttir setur þrist og María Jónsdóttir svarar með sniðskoti, staðan 28-30 fyrir Keflavík og 5 mínútur eftir af fyrri hálfleik. Jaleesa jafnar eftir gott spil hjá Val og Birna Valgarðs keyrir að körfunni og fær tvö víti og hittir úr því fyrra. Hallveig setur tvö víti fyrir Val og Þórunn setur þrist og Valur nær forystu á ný 35-31. Birna skorar og setur víti og staðan 35-34 fyrir Val og Jessica setur tvö víti og kemur Keflavík yfi á ný þegar 2:30 eru eftir. Pálína setur eitt bónus víti og skorar eftir frákast og staðan 35-39 fyrir Keflavík og tæpar tvær mnútur eftir.
 
Jaleesa nær skoti á lokasekúndu fyrri hálfleiks en skotið geigar og leikar standa því jafnir í hálfleik 39-39 í fjörugum, skemmtilegum og spennandi leik. Jaleesa fer enn fyrir Valskonum með 15 stig og 8 fáköst, Þórunn með 8 stig og 3 stoðsendingar, Kristrún 7 stig en hjá Keflavík eru Sara Rún og Jessica með 13 stig og Pálína með 9 stig, 3 fráköst og 5 stoðsendingar.
 
Ragna Margrét skorar fyrstu stig seinni hálfleiks en Jessica skorar þrisvar úr þriggja stiga skotum og kemur Keflavík í 43-48 þegar þrjár mínútur eru liðnar af þriðja fjórðungi. Hallveig setur þrist og jafnar síðan úr hraðaupphlaupi 48-48. Ragna Margrét fær fjorðu villuna sína er hún brýtur á Bryndísi Guðmundsdóttur sem skorar og setur víti en Þórunn svarar fyrir Val, staðan 50-51 þegar leikhlutinn er hálfnaður. Liðin skora til skiptis og Ragna Margrét fær sína fjórðu villu og er tekin útaf. Jessica er búin að skora 11 stig fyrir Keflavik í þessum leikhluta. Jaleesa jafnar 55-55 þegar þrjár mínútur eru eftir af leikhlutanum en Jesica stelur knettinum og skorar í tvígang. Jalessa setur stutt skot í teignum og fær 4 villuna dæmda á Birnu. Jessica skorar enn og er komin með 17 stig í leikhluta, Palína skorar og eykur forystuna í 6 stig 57-63 og 1 mínúta eftir. Kristrún fær sína fjórðu villu og Valur tapar boltanum en Keflavík nær ekki að nýta sér það og fyrir lokaleikhluta leiksins er staðan 58-63 fyrir Keflavík.
 
Mikil spenna er í leikmönnum, varnir beggja liða vel á tánum, Sara Rún skorar fallega körfu en Kristrún og Hallveig svara fyrir Val. Pálína fiskar fimmtu villuna á Rögnu Margréti en Valskonur stela boltanum og Kristrún skorar og síðan Jaleesa og Valur komið yfir 66-65.
 
Ingunn Erla skorar úr þriggja stiga skoti og Jaleesa svarar fyrir Val, staðan 68-68 og 7 mínútur eftir. Mikið er af mistökum sem einkenna næstu mínútur en Jessica skorar loks og fær víti að auki þegar 4:15 eru eftir og staðan 68-73 fyrir Keflavík.
 
Bryndís Guðmunds skorar og kemur Keflavik í góða stöðu 73-77 þegar 1:19 eru eftir af leiknum. Vörn Vals klikkar og Pálína kemst alein í hraðaupphlaup og skorar 73-79 og rúm mínúta eftir leiks. Þórunn reynir þrist sem geigar og brýtur síðan á Jessicu sem skorar úr öðru af tveimur skotréttarvítum og 7 stig skilja liðin af og 43 sekúndur eftir. Sara Rún brýtur á Jaleesu sem setur eitt víti. Keflavík leysir pressu Vals en brotið er á Pálínu sem setur bæði vítin, Jaleesa klikkar á þristi og Keflvikingar láta leiktimann líða. Keflavik sigrar 74-82 í jöfnum og skemmtilegum leik sem lofar góðu með áframhald seríunnar.
 
Hjá Val var Jaleesa með 28 stig og 17 fráköst, Hallveig 14 og 6, Kristrún 13 og 3 og Þórunn með 10 stig og 7 stoðsendingar. Hjá Keflavík átti Jessica stórleik með 34 stig og 6 fráköst, Pálína15 stig, 5 fráköst og 12 stoðsendingar, Sara Rún 15 stig og 6 fráköstog Birna með 8 stig og 9 fraköst.
 
Ef þessi leikur er eitthvað til að byggja á má reikna með spennandi rimmu og mikilli báráttu í næstu leikjum. Munurinn í dag var frábær leikur Jessicu Jenkins í þriðja leikhluta þegar Valsliðið átti engin svör við leik hennar og hún skoraði 17 stig eða helming allra stiga sinna í leiknum.
 
Vodafonehöllin að Hlíðarenda / Hannes Birgir Hjálmarson
 
  
Fréttir
- Auglýsing -