spot_img
HomeFréttirSundsvall komið í 2-1

Sundsvall komið í 2-1

Rétt í þessu var að ljúka þriðju undanúrslitaviðureign Sundsvall Dragons og Norrköping Dolphins í sænsku úrvalsdeildinni. Sundsvall fór með nauman sigur af hólmi í spennuslag og leiða nú einvígið 2-1 og þurfa einn sigur til viðbótar til að komast áfram í úrslit.
 
Lokatölur reyndust 79-76 Sundsvall í vil þar sem Jakob Örn Sigurðarson var atkvæðamestur í liði Sundsvall með 19 stig og 7 fráköst, Hlynur Bæringsson bætti svo við 14 stigum og 11 fráköstum. Pavel Ermolinskij gerði svo tvö stig, tók 4 fráköst og gaf 4 stoðsendingar í liði Norrköping.
  
Fréttir
- Auglýsing -