Kvennalið SISU eru danskur meistari og bikarmeistari þetta tímabilið og afrekaskráin fyrir þessa leiktíð er ekkert slor. Liðið lék samtals 33 leiki í deild, bikar og úrslitakeppni og vann þá alla, 33-0 tímabil að baki!
Eins og flestum er kunnugt er Hrannar Hólm þjálfari liðsins og hefur SISU einnig verið að koma sér á blað í Evrópukeppnum. SISU lagði Falcon 3-0 í úrslitaseríu dönsku deildarinnar og sló öll met þessa leiktíðina. Liðið hefur unnið bikar og deild síðustu þrjú ár í röð og er þetta í fyrsta sinn í konungsríkinu Danmörku sem kvennalið fer í gegnum landsmótið án þess að tapa leik.



