spot_img
HomeFréttirHeima er… verst?

Heima er… verst?

Heimavöllurinn virðist vera eitthvað það versta sem íslenskur kvennakörfuknattleikur veit um þessar mundir. Alls fimm leikjum er lokið í úrslitakeppninni í Domino´s deild kvenna og hafa þeir allir unnist á útivelli!
 
Topplið Keflavíkur hefur komið mörgum í opna skjöldu með því að tapa tveimur heimaleikjum í röð gegn Val í þessum undanúrslitum og þá tapaði Snæfell sínum fyrsta leik í Hólminum gegn KR. Bæði Keflavík og Snæfell fóru svo á útivöll og sóttu sigur.
 
Svona lítur þetta út í dag:
 
Keflavík 68-75 Valur
KR 59-61 Snæfell
Valur 74-82 Keflavík
Keflavík 54-64 Valur
Snæfell 52-61 KR
 
Eigum við þá ekki að slá því föstu að KR nái í sigur í Stykkishólmi í kvöld? Reyndar er þetta ekki algilt um kvennaboltann í landinu því í kvöld fer fram oddaleikur Hamars og Stjörnunnar í 1. deild kvenna, þar eru á ferðinni lið sem líður bara bærilega á heimavelli enda unnu liðin sinn heimaleik og staðan jöfn, 1-1 í einvíginu. Oddaleikur þeirra fer fram í kvöld í Hveragerði.
 
Mynd/ [email protected] – Frá Toyota-höllinni í gær. Ætli kvennaliðunum í úrvalsdeildinni yrði betur borgið ef þau fengju að spila á hlutlausum velli?
Fréttir
- Auglýsing -