Keflvíkingar eru Íslandsmeistarar í 7. flokki karla eftir sigur á KR í úrslitaviðureign liðanna í Toyota-höllinni í Reykjanesbæ. Úrslitaleikurinn var æsispennandi þar sem Arnór Sveinsson skoraði sigurstig Keflvíkinga þegar um tíu sekúndur voru til leiksloka.
Úrslit leikja Keflavíkur í lokamótinu;
Keflavík-Stjarnan 49-29
Keflavík-Haukar 48-35
Keflavík-Njarðvík 51-35
Keflavík-Fjölnir 49-36
Keflavík-KR 47-45
Nánar um úrslitahelgina má lesa á heimasíðu Keflavíkur en á meðfylgjandi mynd má sjá nýkrýnda Íslandsmeistara Keflavíkur ásamt þjálfara sínum Birni Einarssyni. Liðið hefur verið á miklu skriði undanfarið, vann alla 20 leiki sína í vetur og þrjá síðustu leikina sína á lokamótinu á síðustu leiktíð og sigrarnir því orðnir 23 í röð!
Til lukku með titilinn Keflvíkingar!



