Stórleikur í Ásgarði í kvöld þegar Stjarnan tekur á móti Snæfell í fjórðu viðureign liðanna í undanúrslitum Domino´s deildar karla. Staðan er 1-2 í einvíginu fyrir Stjörnuna sem dugir sigur í kvöld til að tryggja sér farseðilinn inn í úrslit. Leikurinn hefst kl. 19:15 og verður í beinni útsendingu hjá Stöð 2 Sport.
Snæfell tók 1-0 forystu með 91-90 sigri í fyrsta leiknum en Garðbæingar hafa unnið tvo síðustu leiki. Annan leikinn 90-86 og þann þriðja í Stykkishólmi 79-93.
Jarrid Frye hefur verið atkvæðamestur hjá Stjörnunni í úrslitakeppninni með 22,3 stig að meðaltali í leik og 9,7 fráköst. Hjá Snæfell hefur Jay Threatt verið atkvæðamestur með 20 stig að meðaltali í leik og 7,8 stoðsendingar.
Mynd/ Heiða – Dagur Kár Jónsson og Garðbæingar geta í kvöld með sigri gegn Snæfell tryggt sér sæti í úrslitum Domino´s deildarinnar.



