spot_img
HomeFréttirÚrslit: Keflavík og KR leika til úrslita

Úrslit: Keflavík og KR leika til úrslita

Keflvíkingar voru rétt í þessu að leggja Val í oddaviðureign liðanna í Domino´s deild kvenna. Það verða því Keflavík og KR sem munu leika til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn þetta tímabilið. Lokatölur í Keflavík voru 78-70 heimakonum í vil.
 
Leikurinn var hnífjafn og spennandi en villuvandræði settu strik í reikning Valskvenna og Keflvíkingar voru umtalsvert grimmari í fjórða og síðasta leikhluta og skunda því inn í úrslitin eftir að hafa unnið fyrsta og eina heimaleikinn í einvígi liðanna!
 
Keflavík-Valur 78-70 (18-16, 15-14, 11-24, 34-16)
 
Keflavík: Bryndís Guðmundsdóttir 24/10 fráköst, Pálína Gunnlaugsdóttir 20/9 fráköst/5 stoðsendingar, Jessica Ann Jenkins 16/7 fráköst/8 stoðsendingar, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 11/9 fráköst, Sandra Lind Þrastardóttir 4, Ingunn Embla Kristínardóttir 2, Sara Rún Hinriksdóttir 1/6 fráköst, Katrín Fríða Jóhannsdóttir 0, Telma Lind Ásgeirsdóttir 0, Bríet Sif Hinriksdóttir 0, Lovísa Falsdóttir 0, Ingibjörg Jakobsdóttir 0.
 
Valur: Jaleesa Butler 21/13 fráköst/3 varin skot, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 14/15 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir 12/6 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 9, Þórunn Bjarnadóttir 7/7 fráköst, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 5, María Björnsdóttir 2, Sóllilja Bjarnadóttir 0, Ragnheiður Benónísdóttir 0, Lilja Ósk Sigmarsdóttir 0, Kristín Óladóttir 0, Elsa Rún Karlsdóttir 0.
 
Mynd/ Úr beinni netútsendingu Sport TV frá Toyota-höllinni í kvöld.
  
Fréttir
- Auglýsing -