Njarðvíkingar hafa samið við Halldór Örn Halldórsson og mun hann leika með liðinu á næstu leiktíð en Halldór var á mála hjá Þór Akureyri í 1. deild karla og féll með þeim úr úrslitakeppninni gegn Valsmönnum. Halldór er Keflvíkingur að upplagi. Halldór samdi til næstu tveggja ára við Njarðvíkinga en frá þessu er greint á heimasíðu félagsins á www.umfn.is
Halldór er tveggja metra framherji/miðherji og er ekki Njarðvíkingum að öllu ókunnur þar sem hann lék með yngri flokkum félagsins á árunum 1995-1997.
Halldór var einn af lykilleikmönnum Þórsara á síðasta tímabili með 14,2 stig og 7,2 fráköst að meðaltali í leik. Í samtali við heimasíðu Njarðvíkinga sagði Halldór að liðið væri virkilega spennandi og að honum hefði alltaf fundist hann líta nokkuð vel út í grænu.
Mynd/ [email protected] – Halldór í leik með Þór gegn Val í úrslitakeppni 1. deildar karla þetta tímabilið.



