spot_img
HomeFréttirRöstin og Ásgarður fyrnasterkir heimavellir

Röstin og Ásgarður fyrnasterkir heimavellir

Í kvöld fer fram önnur úrslitaviðureign Stjörnunnar og Grindavíkur í Ásgarði í Garðabæ. Bæði liðin hafa farið vel með heimavöllinn sinn upp á síðkastið og því ljóst að útisigur getur verið þyngdar sinnar virði í gulli þetta einvígið.
 
Sigur hjá Grindavík í fyrsta leik varð þeirra níundi heimasigur í röð að meðtalinni deildarkeppninni og Stjarnan hefur þegar unnið sjö heimaleiki í röð. Grindavík tapaði aðeins einum heimaleik og var það gegn Keflavík í janúar á þessu ári. Stjarnan hefur tapað tveimur heimaleikjum á Íslandsmótinu, gegn Njarðvík og Snæfell svo feilsporin eru fá hjá þessum liðum í gryfjunni sinni.
 
Síðustu tvö tímabil hafa úrslitaseríurnar farið 3-1. Í fyrra lagði Grindavík nýliða Þórs úr Þorlákshöfn 3-1 og árið þar á undan lagði KR Stjörnuna 3-1, 2010 vann Snæfell Keflavík 2-3, 2009 vann KR Grindavík 3-2 og árið 2008 kom síðasta sóp þegar Keflavík vann Snæfell 3-0.
 
Úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitilinn 1984-2013:
1984 Njarðvík 2-0 Valur {61-59, 92-91}
1985 Njarðvík 2-1 Haukar {80-87, 76-75 (68-68), 67-61}
1986 Njarðvík 2-0 Haukar {94-53, 88-86}
1987 Njarðvík 2-0 Valur {84-71, 80-71}
1988 Njarðvík 1-2 Haukar {78-58, 74-80, 91-92 (66-66, 79-79)}
1989 Keflavík 2-1 KR {77-74, 85-92, 89-72}
1990 KR 3-0 Keflavík {81-72, 75-71, 80-73}
1991 Njarðvík 3-2 Keflavík {96-59, 73-75, 78-82, 91-81, 84-75}
1992 Keflavík 3-2 Valur {106-84, 91-104, 67-95, 78-56, 77-68}
1993 Keflavík 3-0 Haukar {103-67, 91-71, 108-89}
1994 Grindavík 2-3 Njarðvík {110-107(98-98), 82-96, 90-67, 65-93, 67-68}
1995 Njarðvík 4-2 Grindavík {92-81, 92-112, 107-97, 79-75, 97-104, 93-86 (78-78)}
1996 Grindavík 4-2 Keflavík {66-75, 86-54, 68-67, 86-70, 72-82, 96-73}
1997 Keflavík 3-0 Grindavík {107-91, 100-97, 106-92}
1998 KR 0-3 Njarðvík {75-88, 56-72, 94-106}
1999 Keflavík 3-2 Njarðvík {79-89, 98-90 (87-87), 108-90, 72-91, 88-82}
2000 Grindavík 1-3 KR {67-64, 55-83, 78-89, 63-83}
2001 Njarðvík 3-1 Tindastóll {89-65, 100-79, 93-96, 96-71}
2002 Keflavík 0-3 Njarðvík {68-89, 88-96, 93-102}
2003 Grindavík 0-3 Keflavík {94-103, 102-113, 97-102}
2004 Snæfell 1-3 Keflavík {80-76, 98-104, 65-79, 67-87}
2005 Keflavík 3-1 Snæfell {90-75, 93-97, 86-83, 98-88}
2006 Njarðvík 3-1 Skallagrímur {89-70, 77-87, 107-76, 81-60}
2007 Njarðvík 1-3 KR {99-78, 76-82, 92-96, 81-83 (73-73)}
2008 Keflavík 3-0 Snæfell {81-79, 98-83, 98-74}
2009 KR 3-2 Grindavík {88-84, 88-100, 94-107, 94-83, 84-83}
2010 Keflavík 2-3 Snæfell {97-78, 69-91, 85-100, 82-73, 69-105}
2011 KR 3-1 Stjarnan {108-78, 105-107, 101-81, 109-95}
2012 Grindavík 3-1 Þór Þorl. {93-89, 79-64, 91-98, 78-72}
2013 Grindavík 1-0 Stjarnan {108-84, …}
  
Mynd/ [email protected] – Ísafjarðartröllið Sigurður Gunnar Þorsteinsson treður með látum í fyrsta leik liðanna síðastliðinn miðvikudag.
Fréttir
- Auglýsing -