„Ég spái því að Marvin Vald byrji leikinn með power troðslu yfir Big Country.“
Já það stóð ekki á svörunum þegar við inntum Fjölnismanninn Árna Ragnarsson eftir því hvað myndi gerast í Ásgarði í kvöld þegar Stjarnan og Grindavík mætast í sínum öðrum leik í úrslitum Domino´s deildar karla.
„Big Country lætur það ekki á sig fá og mun eiga sinn besta leik í vetur enda Guðjón Þorsteinsson að senda honum powerstrauma frá Zen húsi sínu á Ísafirði. Snorri Örn mun sýna það í byrjun kvölds að Toby McGuire er ekkert annað en ómyndarlegri útgáfan af honum og í lok kvölds verður öllum ljóst að Snorri er líka þrisvar sinnum meiri karlmaður en Toby. Stjarnan vinnur svo þennan leik og jafnar einvígið sem endar með þvi að KJ setur inn algeran topp status í lok kvöldsins,“ svo mörg voru þau orð og Árni léttur á manninn þegar við tókum hús á Dalhúsaprinsinum.
Við fengum þó Árna að endingu til að gerast ögn alvarlegri:
„En að öllu gamni slepptu þá er þetta virkilega skemmtilegt og spennandi einvígi hjá tveimur mjög sterkum liðum. Ég spái því samt að Stjarnan vinni þennan leik á sínum heimavelli. Ég missti því miður af síðasta leik en sá að Stjarnan var með 18 tapaða bolta vs. 7 hjá Grindavík sem ég reikna ekki með að Stjörnumenn láti gerast aftur. Stjarnan verður með sigur og enn meiri spenna komin í úrslitaeinvígið.“
Stjarnan-Grindavík
Leikur 2 – úrslit 2013
Ásgarður kl. 19:15
Beint á Stöð 2 Sport




