Það gerðist þá að endingu, Good Angels töpuðu leik í Slóvakíu en þau stórtíðindi áttu sér stað um helgina að Ruzomberok jafnaði úrslitaeinvígið gegn Good Angels, 1-1. Þá var sigurinn heldur ekkert lítill hjá Ruzomberok en lokatölur voru 82-65. Hin „fullkomna“ leiktíð Good Angels er því farin út um þúfur.
Á heimasíðu Good Angels kemur fram að Helena Sverrisdóttir hafi verið með þrjú stig í leiknum. Hér að neðan má nálgast svipmyndir úr öðrum leik liðanna.



