Nú í sumar er von á úrvalsliði úr miðskóladeildum USA til Íslands. Þar er um að ræða mjög sterkt lið skipað leikmönnum á aldrinum 17-20 ára. Liðið kemur til landsins í samstarfi við Körfuknattleiksfélag FSu og æfingabúðir sem haldnar verða í Iðu á Selfossi 1.-4. ágúst.
Liðið tekur fullan þátt í þeim æfingabúðum og leikur æfingaleiki við aðra iðkendur í búðunum og önnur íslensk lið á meðan þeir eru á landinu en liðið heldur áleiðis til Svíþjóðar eftir dvöl sína á Íslandi. Þjálfarar í búðunum eru ekki af verri gerðinni en þeir eru.
Mike Olson yfirþjálfari Kimball Union Academy
Jeff Trumbauer yfirþjálfari Augustana College
Jay Tilton Phillips Exeter Academy
Erik Olson yfirþjálfari FSu Selfossi
Búðirnar verða opnar fyrir alla leikmenn á aldrinum 15-20 ára.
Hér er á ferðinni frábært tækifæri fyrir leikmenn sem hafa áhuga á að komast til USA í nám í gegnum körfubolta.
Þetta er liður í auknu starfi körfuboltaakademíu FSu í tengslum við skóla í Bandaríkjunum.
Skráning og fyrirspurnir sendist á [email protected]



