spot_img
HomeFréttirArnþór og Bergdís bestu leikmenn Fjölnis

Arnþór og Bergdís bestu leikmenn Fjölnis

Fjölnismenn og konur héldu uppskeruhátíð sína á dögunum þar sem Arnþór Freyr Guðmundsson og Bergdís Ragnarsdóttir voru valin bestu leikmenn meistaraflokkanna. Gunnar Ólafsson og Hugrún Eva Valdimarsson fengu svo verðlaun fyrir mestu framfarir á tímabilinu. Bæði lið Fjölnis féllu úr Domino´s deildunum þetta tímabilið.
 
Jón Sverrisson var valinn besti varnarmaðurinn og Fanney Guðmundsdóttir hlaut þá útnefningu í kvennaflokki.
 
Mynd/ fjolnir.is/karfa: Verðlaunahafar á lokahófi Fjölnis
  
Fréttir
- Auglýsing -