Ólafur Torfason hefur ákveðið að söðla um og leika með Fjölni á næstu leiktíð í 1. deild karla. Ólafur segir því skilið við Domino´s deild karla en hann lék eins og kunnugt er með Snæfell á leiktíðinni. Ólafur var með 4,9 stig og 4,2 fráköst að meðaltali í leik hjá Snæfell á tímabilinu.
Ólafur mun ekki einungis leika með meistaraflokki Fjölnis heldur koma einnig að yngriflokkaþjálfun hjá félaginu. Í tilkynningu frá Fjölni segir:
„Ólafur er uppalinn hjá Þór á Akureyri en hefur spilað síðustu ár hjá Snæfelli, hann er mikill styrkur fyrir Fjölni. Hann og eiginkona hans eignuðust á dögunum dreng. Þannig að það er mikið um að vera í lífi Ólafs, Ólafur er mun einnig koma að þálfun yngri flokka hjá Fjölni.“




