spot_img
HomeFréttirFer titill aftur á loft í kvöld?

Fer titill aftur á loft í kvöld?

Grindvíkingar urðu í gær Íslandsmeistarar í Domino´s deild karla og í kvöld gæti titill farið á loft í Domino´s deild kvenna þegar KR og Keflavík mætast í sinni fjórðu viðureign. Staðan í einvíginu er 2-1 Keflavík í vil en liðin mætast í DHL Höllinni í kvöld. Keflavík þarf einn sigur til viðbótar til þess að vinna en KR þarf að vinna tvo leiki í röð ætli liðið sér að verða Íslandsmeistari.
 
Keflvíkingar hafa unnið báða heimaleikina í seríunni með yfirburðum en KR vann sinn heimaleik með sterkum endakafla. Tekst KR að knýja fram oddaleik í kvöld eða mega röndóttar horfa upp á aðkomulið fagna þeim stóra á sínum heimavelli?
 
Leikurinn verður í beinni útsendingu hjá Sport TV og þá verður Karfan.is vitaskuld á staðnum og mun gera leiknum skil í bæði máli og myndum.
 
KR-Keflavík
Leikur 4 kl. 19:15 
DHL Höllin í kvöld
 
  
Fréttir
- Auglýsing -