„Við vissum að þær myndu koma dýrvitlausar inn í þennan leik,“ sagði Bryndís Guðmundsdóttir leikmaður Keflavíkur eftir að liðið varð Íslandsmeistari í kvöld. Bryndís var eins og gefur að skilja hin kástasta í leikslok eftir 70-82 sigur Keflavíkur á KR í fjórðu úrslitaviðureign liðanna í Domino´s deild kvenna.



