spot_img
HomeFréttirUndanúrslit Euroleague í London á föstudag

Undanúrslit Euroleague í London á föstudag

Undanúrslitin í meistaradeild Evrópu (Euroleague) fara fram næsta föstudag í London. Sem fyrr er það útsláttarfyrirkomulag, undanúrslit á föstudagskvöld og svo brons- og úrslitaleikurinn á sunnudag.
 
Í fyrri leiknum mætast CSKA Moskva og Olympiacos kl. 17:00 að staðartíma eða kl. 16:00 að íslenskum tíma. Í síðari leiknum eigast svo við Barcelona og Real Madrid og þessa fornu fjendur þarf vart að kynna fyrir nokkrum manni eða hvers megi vænta í svona slag. Leikurinn hefst kl. 20:00 að staðartíma eða kl. 19:00 að íslenskum tíma.
 
Á dögunum var úrvalslið Euroleague valið en það skipa:
Dimitris Diamatidis – Panathinaikos
Vassilis Spanoulis – Olympiacos
Rudy Fernandez – Real Madrid
Ante Tomic – Barcelona
Nenad Krstic CSKA Moskva

Mynd/ Rudy Fernandes og félagar í Real Madrid mæta Barcelona á föstudag í undanúrslitum Euroleague.
  
Fréttir
- Auglýsing -