spot_img
HomeFréttirNoregsdagur á NM

Noregsdagur á NM

Annar keppnisdagur á Norðurlandamótinu fer fram í dag þar sem öll íslensu U16 og U18 ára liðin mæta Noregi. U16 ára stúlkna ríður á vaðið gegn Norðmönnum kl. 14:30 að staðartíma eða kl. 12:30 að íslenskum tíma og er leikið í Vasalund. Karfan.is verður með tvo fyrstu leikina í beinni textalýsingu og að sjálfsögðu viðtöl eftir leik.
 
Leikir dagsins – Ísland vs Noregur
 
U16 stúlkna · kl. 12:30 (Vasalund) – ísl tími
U16 drengja · kl. 14:30 (Vasalund) – ísl tími
U18 kvenna · kl. 16:30 (Solna 2) – ísl tími
U18 karla · kl. 18:30 (Solna 2) – ísl tími

Mynd/ Heiða – U16 ára stelpurnar leika fyrstar gegn Noregi í dag af íslensku liðunum.
  
Fréttir
- Auglýsing -