Hér að neðan fer bein textalýsing úr viðureign Íslands og Noregs á Norðulandamótinu í U16 ára flokki karla.
Viðtal við Kára Jónsson leikmann U16 ára liðsins eftir leik (15 stig, 3 fráköst og 4 stoðsendingar)
Kristinn Pálsson var stigahæstur í íslenska liðinu með 16 stig og 5 fráköst. Hér má svo nálgast heildartölfræði leiksins.
– 4. leikhluti
– LEIK LOKIÐ…lokatölur voru 109-48 Íslandi í vil.
- Tvær og hálf mínúta eftir af leiknum og íslenska liðið búið að setja 105 stig á Norðmenn…staðan 105-46.
Ragnar Ragnarsson setur einn þrist hér í horninu fyrir íslenska liðið:
– 98-46 og 3.44mín til leiksloka, U16 ára lið karla er því búið að vinna tvo fyrstu mótsleikina sína rétt eins og U16 ára lið kvenna. Ljómandi góð byrjun á Norðurlandamótinu hjá 16 ára liðunum.
– 95-40 og 6.42mín til leiksloka. Allir íslensku leikmennirnir hafa skorað í leiknum!
– Fjórði leikhluti er hafinn. Þetta er aðeins formsatriði fyrir íslenska liðið sem fyrir löngu síðan gerði út um þessa viðureign. Nú í upphafi fjórða leikhluta eru fjórir leikmenn liðsins komnir með 11 stig eða meira, óeigingjarnar sóknir og menn að vinna vel saman.

(Atli Sigurbjartsson sækir að norsku vörninni í þriðja leikhluta)
– 3. leikhluti
– Þriðja leikhluta er lokið, staðan að honum loknum er 84-36 fyrir Ísland. Þriðji leikhluti fór 27-13.
– 79-34…Kristinn Pálsson var að skella niður þrist og 1.45mín eftir af þriðja leikhluta. Kristinn er kominn með 16 stig í íslenska liðinu.
– 69-28…Ragnar Friðriksson búinn að gefa tvær virkilega snyrtilegar stoðsendingar í röð, gott auga strákurinn og kominn með 4 stoðsendingar. Rétt tæpar fimm mínútur eftir af þriðja leikhluta og íslenska liðið án nokkurs vafa margfalt sterkara en það norska.
– 63-25 og 6.48mín eftir af þriðja leikhluta. Síðari hálfleikur fer nokkuð rólega af stað.
– Ragnar Friðriksson opnar síðari hálfleik með stökkskoti í norska teignum og staðan 59-23…Ragnar kominn með 9 stig í íslenska liðinu.
– Síðari hálfleikur er við það að hefjast…okkar menn settu 57 stig á Norðmenn í fyrri hálfleik, verða þeir í sama gír í síðari hálfleik?
– Skotnýting Íslands í fyrri hálfleik:
Tveggja 70% – þriggja 36,3% og víti 42,8%
– Kári Jónsson er stigahæstur í íslenska liðinu í hálfleik með 12 stig, næstur honum er Hilmir Kristjánsson með 11 stig og Kristinn Pálsson er kominn með 9 stig.

– Hálfleikur…staðan er 57-23 fyrir Ísland í hálfleik.
– 46-19 og neðan úr Þorlákshöfn mætir Halldór Hermannsson með þriggja stiga körfu. Yfirburðir íslenska liðsins eru talsverðir.
– 41-19 eftir þrist frá Kristni Pálssyni og munurinn orðinn 22 stig! Íslenska liðið leikur sér eins og kötturinn að músinni hér gegn Norðmönnum.
– 36-17 og Ragnar Friðriksson er kominn í gang…hann átti brösuga byrjun í íslenska liðinu en var enda við að gera hér sex stig í röð fyrir okkar menn og búinn að hlaupa af sér gæsahúðina þennan leikinn, sterkur leikmaður og snöggur. Norðmenn taka leikhlé og 7.07mín til hálfleiks.
– 29-17…Norðmenn gera fyrstu stigin í öðrum leikhluta, íslensku skotin vilja ekki niður um þessar mundir.
– Annar leikhluti er hafinn…
– 1. leikhluti
– 29-15 – fyrsta leikhluta er lokið. Breki Gylfason kom sterkur inn af bekknum og lokaði fyrsta leikhluta með því að verja glæsilega skot frá Norðmönnum. Sterkur fyrsti leikhluti hjá okkar mönnum þar sem Kári Jónsson og Hilmir Kristjánsson eru báðir komnir með 8 stig í íslenska liðinu. Ísland pressaði vel á Norðmenn í fyrsta leikhluta og misstu Norðmenn boltann 7 sinnum fyrstu 10 mínúturnar.
– 20-8…Ragnar Ragnarsson setur niður eitt víti fyrir íslenska liðið, 2.20mín eftir af fyrsta leikhluta.
– 17-6… eftir þrist hjá Halldóri Hermannssyni. Íslenska vörnin er fyrnasterk og Norðmenn í stakasta basli með að finna körfuna.
– Nautsterk byrjun okkar manna og staðan 14-4 Íslandi í vil þar sem Kári Jónsson og Hilmir Kristjánsson eru báðir komnir með 6 stig í íslenska liðinu. Norðmenn taka sér leikhlé þegar fyrsti leikhluti er akkúrat hálfanður.
– 8-4 eftir rétt rúmlega þriggja mínútna leik.
– Hilmir Kristjánsson gerir fyrstu stig leiksins eftir stolinn bolta hjá íslenska liðinu, okkar menn byrja vel því þeir komust í 4-0 þegar Kristinn Pálsson skoraði eftir góða sendingu inn í teiginn frá Kára Jónssyni.
– Byrjunarlið Íslands: Kári Jónsson, Kristinn Pálsson, Hilmir Kristjánsson, Halldór Hermannsson og Sæþór Kristjánsson.
– Leikur er hafinn og það eru okkar menn í íslenska liðinu sem vinna uppkastið.
– U16 ára liðið lagði Eista örugglega í gær. Nú eru um tíu mínútur til leiks.



