Hér að neðan fer bein textalýsing úr viðureign Íslands og Finnlands í flokki U16 ára kvenna.
Viðtal við Tómas Holton þjálfara liðsins efitr leik
– Kristrún Björgvinsdóttir var stigahæst í íslenska liðinu í dag með 7 stig en þrír aðrir leikmenn gerðu 6 stig en tölfræði leiksins má nálgast hér. - 39 tapaðir boltar og orkumiklir Finnar…stelpurnar mega ekki dvelja lengi við þetta, stórleikur á morgun gegn Svíum.
– 4. leikhluti
– Leik lokið…Finnar með öruggan sigur á íslenska liðinu. Lokatölur 46-80.
– 42-77 Finnar með tvo þrista í röð og búnar að setja niður 10 slíka í leiknum! Sterkt varnarlið með góðar skyttur, stórhættuleg blanda hjá Finnum sem eru líklegar til afreka á þessu Norðurlandamóti.
– Tvær og hálf mínúta eftir af leiknum og Finnar leiða 42-71.
– 38-64 og 5.28mín til leiksloka, nokkuð síðan að ljóst var að Finnar færu hér með sigur af hólmi. Íslenska liðið þarf ekki að örvænta, nokkrar rispur sem voru mjög góðar en liðið tapaði 30 boltum á jafn mörgum mínútum og Finnar refsuðu grimmilega.
– 38-60 og 7.40mín til leiksloka og Ísland tekur leikhlé.
– 38-59 og Ísland gerir fyrstu stigin í fjórða leikhluta.

(Ingibjörg Sigurðardóttir lætur vaða frá þriggja stiga línunni)
– 3. leikhluti
– Þriðja leikhluta er lokið…Finnar leiða 36-59 og unnu þriðja leikhluta 14-19. Íslenska liðinu fer fram í hverjum leikhluta en það þarf mikið vatn að renna til sjávar ef okkur á að takast að ná í sigur á þeim tíu mínútum sem eftir eru.
– 36-53 og stelpurnar saxa sig undir 20 stiga múrinn og 2 mínútur eftir af þriðja leikhluta. Írena Sól og Guðlaug Rún hafa verið til fyrirmyndar í baráttunni síðustu mínútur.
– Munurinn er aftur kominn upp í 20 stig en hann hefur haldist á því róli frá því snemma leiks, flestum góðum rispum íslenska liðsins er svarað af krafti.
– 29-48 fyrir Finnland og 5.35mín eftir af þriðja leikhluta. Ísland var með 16 tapaða bolta í fyrri hálfleik og þeir eru þegar orðnir 6 talsins fyrstu 5 mínúturnar í þriðja leikhluta. Við förum ekki nægilega vel með boltann og Finnar refsa jafnan grimmilega.
– 29-45 og Ingibjörg Sigurðar lætur sitt ekki eftir liggja í flottum tilþrifum, ver þriggja stiga skot frá Finnum, brunar yfir og setur þriggja stiga körfu eftir stoðsendingu frá Þóru Kristínu. Munurinn 16 stig.
– 26-45…Þóra Kristín leikur hér laglega á varnarmanninn sinn og skorar með stökkskoti í finnska teignum, flott tilþrif hjá Þóru.
– 22-45 og Finnar opna síðari hálfleik með fimm stigum í röð.
– Síðari hálfleikur fer senn að hefjast…

(Salvör Ísberg er baráttujaxl og leggst ekki niður fyrir Finnum, fróðlegt að sjá hvort hún rífi ekki aðra liðsmenn með sér. Aukin barátta og grimmd gæti fært íslenska liðið nær því finnska)
– Skotnýtin Íslands í fyrri hálfleik
Tveggja 20% – þriggja 50% (2 af 4) og víti 66,6%
– Eva Kristjánsdóttir og Kristrún Björgvinsdóttir eru báðar með 5 stig í íslenska liðinu í hálfleik. Salvör Ísberg hefur átt sterka spretti og í síðari hálfleik verða stelpurnar að vera grimmari í kringum finnsku körfuna, eins og áður segir, klára færin af meiri festu og fylgja fordæmi Salvarar í vörninni.
– 2. leikhluti
– Hálfleikur…staðan er 22-40 fyrir Finnland. Annar leikhluti var jafnari en sá fyrsti. Vandinn hjá okkar stúlkum er að koma boltanum sómasamlega upp völlinn. Finnar mega eiga það að vörnin er sterk og þá eru þær 6 af 11 í þristum.
– 22-39 Salvör varnarvél Ísberg með stolinn bolta og skorar í hraðaupphlaupinu. Sterkur varnarmaður hér á ferðinni og fleiri í íslenska liðinu sem þurfa að fylgja hennar fordæmi.
– 20-34 og góður 4-0 kafli hjá íslensku stelpunum þar sem Kristrún Björgvinsdóttir setti niður þrist og Finnar taka leikhlé þegar 2.21mín eru til hálfleiks. Líflegur kafli hjá íslenska liðinu.
– 16-34 og þrjár mínútur til hálfleiks…eflaust nokkur vel valin orð um það að vera ákveðinn sem við gætum trúað að myndu rata í hálfleiksræðuna hjá Tómasi Holton í leikhléi.
– Karen Dögg Vilhjálmsdóttir er komin á bekkinn með fjórar villur.
– 13-27 Finnar með sinn fimmta þrist í fyrri hálfleik í níu tilraunum, þær finnsku eru heitar fyrir utan og leiða 13-29 þegar fimm mínútur eru til hálfleiks.
– 13-24 Eva Kristjánsdóttir skorar og fær villu að auki en vítið vildi ekki niður.
– 11-24 og Finnar búnir að skora…Tómas Holton tók leikhlé fyrir íslenska liðið, enn er það basl að koma boltanum upp völlinn og íslenska liðið búið að tapa 10 boltum til þessa.
– 11-22 Kristrún Björgvinsdóttir skorar fyrir Ísland og þar með talin fyrstu stigin í öðrum leikhluta, flott samspil hjá íslenska liðinu sem lauk með því að Kristrún prjónaði sig í gegn og sett´ann spjaldið og ofaní.
– Næstum tvær mínútur liðnar af öðrum leikhluta og liðin enn ekki búin að skora, staðan enn 9-22 fyrir Finnland.
– Annar leikhluti er hafinn og Finnar byrja með boltann…

(Þóra Kristín sækir að Finnum í fyrsta leikhluta)
– 1. leikhluti
– Fyrsta leikhluta er lokið og staðan er 9-22 fyrir Finnland. Vörn þeirra finnsku er gríðarlega sterk og Ísland á fullt í fangi með að komast yfir á sóknarhelminginn sinn. Nýting okkar kvenna er dræm, 1 af 10 í teignum og stelpurnar eru ekki nægilega grimmar þegar kemur að því að klára færin í kringum körfuna. Sjáum hvort þær hafi ekki hrist af sér gæsahúðina og bíti frá sér í öðrum leikhluta.
– 9-22 Ísland fékk dæmda á sig óíþróttamannslega villu og 34 sek eftir af fyrsta leikhluta.
– 9-13 Írena Sól Jónsdóttir gerir fyrsta þristinn fyrir Ísland í leiknum en Finnar svara í sömu mynt og staðan 9-16.
– 5-11 Eva Kristjánsdóttir setur niður eitt víti og liðin tja…þau hafa eflaust átt betri daga í nýtingunni en Finnar eru grimmari og íslenska liðið er í vandræðum með að koma boltanum upp völlinn.
– Hann er að dansa af hringnum boltinn í íslensku teigskotunum, aðeins eitt af fyrstu sex hefur viljað niður og íslenska liðið þarf að klára færin sín í kringum körfuna betur, staðan 4-10 fyrir Finna og 4.45mín eftir af fyrsta.
– 4-8 Finnar skella niður þrist og 6 af 8 fyrstu stigum þeirra koma úr þriggja stiga skotum og 6mín eftir af fyrsta leikhluta. Tómas Holton og Lárus þjálfara íslenska liðsins taka leikhlé.
– 4-5 fyrir Finna og þrjár mínútur liðnar. Bæði lið eru að leika sterka vörn hér á upphafsmínútunum.
– Ingibjörg Sigurðardóttir gerir fyrstu stig leikins er hún skorar og fær villu að auki og 3-0 en Finnar jafna strax í næstu sókn með þriggja stiga körfu. Fjörleg byrjun á leiknum og Ísland mætir ofarlega á völlinn og þrýsta svolítið að finnsku bakvörðunum.
– Leikur hafinn…
– Byrjunarlið Íslands: Ingibjörg Sigurðardóttir, Þóra Kristín Jónsdóttir, Kristrún Björgvinsdóttir, Karen Dögg Vilhjálmsdóttir og Eva Kristjánsdóttir.
– Nú er þetta að bresta á, þjóðsöngvunum lokið og allt að verða klárt í annan slag dagsins.
– Íslenska U16 ára liðið hefur leikið gegn Eistum og Norðmönnum og unnið báða leiki sína á mótinu en Finnar hafa leikið gegn Eistum og Dönum og unnið báða leiki.
– Nú eru um 10 mínútur í leik…bæði Finnland og Ísland hafa unnið tvo fyrstu leikina sína á mótinu rétt eins og heimakonur í Svíþjóð svo það dregur nokkuð til tíðinda í dag.



