spot_img
HomeFréttirLokadagurinn á NM: 16 ára piltarnir leika um gullið

Lokadagurinn á NM: 16 ára piltarnir leika um gullið

Fimmti og síðasti keppnisdagurinn er runninn upp á Norðurlandamótinu í Svíþjóð. U16 ára piltarnir mæta Dönum í hreinum úrslitaleik um Norðurlandameistaratitilinn en bæði lið eru með fjóra sigra í riðlinum og hafa unnið alla sína leiki. Þessi lið mættust í fyrra í U15 ára keppni í Danmörku þar sem Danir höfðu nauman sigur í spennuleik svo von er á hörkuslag um gullið.
 
Leikir dagsins – Ísl. tími (sænskur tími)
 
U18 kvenna Ísland-Danmörk 12:30 (14:30) – Solnahallen 2
U16 kvenna Ísland-Danmörk 12:30 (14:30) – Solnahallen 1
U16 karla Ísland-Danmörk 13:30 (15:30) – Vasalundhallen
U18 karla Ísland-Danmörk 14:15 (16:15) – Solnahallen 1
 
U18 kvenna
Fyrir leiki dagsins eru fjögur lið í U18 kvenna með tvo sigra og tvo tapleiki en Svíar eru þegar orðnir Norðurlandameistarar með 8 stig. Það verður því fróðlegt að sjá hver lokastaða riðilsins verður en fyrir leikina í dag lítur riðillinn svona út:
No Team W/L Points
1. Sweden WU18 4/0 8
2. Estonia W18 2/2 4
3. Iceland W18 2/2 4
4. Finland W18 2/2 4
5. Denmark W18 2/2 4
6. Norway W18 0/4 0
 
 
U18 karla
Þessi viðureign Íslands og Danmerkur er leikur um silfrið…inn í stöðu riðilsins vantar úrslit úr viðureign Danmerkur og Eistlands en Danir eru með fjögur stig en ekki tvö eins og kemur fram í yfirlitinu á stöðu riðilsins. Ísland þarf að vinna leikinn gegn Dönum í dag til að tryggja sér annað sætið:
No Team W/L Points
1. Finland M18 4/0 8
2. Iceland M18 3/1 6
3. Denmark M18 1/2 2
4. Estonia M18 1/2 2
5. Norway M18 1/3 2
6. Sweden M18 1/3 2
 
 
U16 kvenna
Þetta er leikur um bronsið hjá Íslendingum og Dönum, bæði lið eru með fjögur stig í riðlinum en Svíar og Finnar leika í dag hreinan úrslitaleik um Norðurlandameistaratitilinn í þessum flokki:
1. Sweden WU16
Fréttir
- Auglýsing -