Norðurlandamóti U16 og U18 ára landsliða lauk í Svíþjóð um síðustu helgi. Einhverjir þurfa jú að leiða íþróttaliðin og taka af skarið. Hér að neðan er listi yfir þá sem létu til sín taka í helstu tölfræðiþáttum. Það verður þó ekki annað sagt en að íslensku liðin hafi staðið sig með mikilli prýði og margir efnilegir körfuboltamenn og konur sem létu það vel í veðri vaka að þau væru handan við hornið og myndu mæta með læti!
U16 kvenna
Eva Kristjánsdóttir 15,8 stig, 8,4 fráköst
Ingibjörg Sigurðardóttir 1,6 stoðsendingar
U16 karla
Kristinn Pálsson 18,8 stig, 7,6 fráköst
Ragnar Friðriksson 4,2 stoðsendingar
U18 kvenna
Ingunn Embla Kristínardóttir 14,6 stig og 3,6 stoðsendingar
Marín Laufey Davíðsdóttir 9,6 fráköst
U18 karla
Dagur Kár Jónsson 27,6 stig og 4,0 stoðsendingar
Hugi Hólm 7,4 fráköst
Mynd/ [email protected] – Ísfirðingurinn Eva Kristjánsdóttir fór mikinn í U16 ára liði kvenna á Norðurlandamótinu.



