spot_img
HomeFréttirHugleiðingar um úrslit austurdeildar og vesturdeildar

Hugleiðingar um úrslit austurdeildar og vesturdeildar

Miami Heat gegn Indiana Pacers
Miamai lagði Boston Milwaukee Bucks (4-0) í 8 liða úrslitum og Chicago (4-1) í 4 liða úrslitum og ekkert sem á að geta komið í veg fyrir að liðið komist í úrslti NBA deildarinnar! Indiana Pacers lögðu Atlanta (4-2) í 8 liða úrslitum og New York Knicks í 4 liða úrslitum (4-2) og var sterkur varnarleikur þeirra aðalsmerki. Miami liðið er leitt af besta leikmanni deildarinnar LeBron James en hefur síðan ekki ómerkari leikmenn en Dwayne Wade og Chris Bosh ásamt stórskyttunnni Ray Allen af bekknum og mynda eitt sterkasta lið deildarinnar sem getur skorað fjölda stiga á stuttum tíma auk þess sem liðið spilar á köflum fasta og ákveðna vörn.
 
Indiana er stórstjörnulaust en menn eins og Roy Hibbert, David West, Lance Stepenson, og Paul George hafa verið að spila vel og vörnin hefur verið svakaleg hjá liðinu. Indiana frákastar eins og enginn sé morgundagurinn og vann seriurnar á móti Atlanta og New York ekki síst vegna þess að liðið nær fjölda sóknarfrákasta og gefur andstæðingum ekki mikla möguleika á sóknarfráköstum heldur.  Miami liðið er lið sem skorar mörg stig í skorpum og hefur margoft í vetur náð að vinna upp forskot anstæðinga á örskotsstundu, en gegn Indiana getur það orðið erfitt því Pacers spila yfirvegað og rólega og skipulagðan sóknarleik og loka síðan vörninni kyrfilega. Miami liðið spilar einnig góða vörn á köflum og því má jafnvel gera ráð fyrir að stigaskor í seríunni verði fremur lágt!
 
Indiana vann tvo leiki af þremur gegn Miami í vetur og náðu að spila fanta vörn m.a. skoraði Miami aðeins 77 stig í einum leiknum – lægsta stigaskor liðsins í vetur! Indiana er sýnd veiði en ekki gefin og ég hef grun um að Miami “labbi” ekki auðveldlega í úrslit NBA deildarinnar eins og margir hafa gefið í skyn.
 
Líkleg byrjunarlið:
 
Miami Heat
 
Chris Bosh
LeBron James
Udonis Haslem
Dwayne Wade
Mario Chalmers
 
Roy Hibberg
Paul George
George Hill
Lance Stephenson
David West 
 
Miðherji Indiana Roy Hibbert er mikill vexti og hefur lokað miðju varnarinnar hjá liðinu og gæti haft talsverð áhrif á leikskipulag hjá Miami sem hefur margoft spilað “lítinn bolta” (small ball) þar sem LeBron James hefur jafnvel verið í stöðu miðherja, verður athyglisvert að fylgjast með hvað Eric Spoelstra þjálfari Miami ákveður að gera. Frank Vogel þjálfari Indiana hefur náð ótrúlegum árangri með liðið sem er “stjörnulaust” eftir að Danny Granger spilaði nánast ekkert í vetur og hefur komið liðinu þetta langt með áherslu á vörn og aftur vörn. Niðustaða þessarar viðureignar gæti ráðist af því hversu vel Miami nær að leysa vörn Indiana svo og hversu vel Wade nær að spila á löskuðu hné sem hann hefur átt við að stríða undanfarið. hann fær þó góða hvíld því viðureign Miami og Indiana hefst ekki fyrr en miðvikudaginn 22. maí nk. Ég hef á tilfinningunni að Indiana eigi eftir að koma enn meir á óvart og standa verulega í Miami (langar mikið að spá Indiana í úrslitunum) en verð því miður að viðurkenna að Miami er besta liðið í NBA deildinni og á að klára þessa seríu, en heimavöllurinn verður það sem gerir útslagið.
Spá: Miami 4 – Indiana 3
 
VESTURDEILD
 
Þá er komið að úrslitaviðureignum í vesturdeild NBA og nú er orðið ljóst að San Antonio Spurs og Memphis Girzzlies mætast í úrslitum Vesturdeildar. Ég spáði þeim liðum áfram sem eru komin í úrslit deildanna (Miami, San Antonio og Memphis) en ekki er enn orðið ljóst hvort Miami mætir Indiana Pacers eða New York Knicks í úrslitum Austurdeildarinnar – það skýrist í síðasta lagi mánudaginn 20. maí nk. Indiana er yfir 3-2 í leikjum þegar þetta er ritað.
 
En þá er það spáin fyrir viðureign San Antonio Spurs og Memphis Grizzlies sem hefst sunnudaginn 19. maí.
 
San Antonio Spurs gegn Memphis Grizzlies
San Antonio lagði Los Angeles Lakers (4-0) í 8 liða úrslitum og Golden State Warriors í sex leikjum (ég hafði spáð 7 leikja seríu) í 4 liða úrslitum og virkuðu sterkir á köflum en gegn Golden State sýndi liðið að það væri mannlegt og gæti gert mistök. Rosknu leikmennirnir og aðaldriffjaðrirnar Duncan, Parker og Ginobili héldu liðinu á floti og Gregg Popovich sýndi enn og aftur hæfni sína sem þjálfari. Memphis liðið er stórskemmtileg blanda ungra leikmanna sem er eiginlega byggt fyrir úrslitakeppnina! Stóru mennirnir tveir Marc Gasol og Zach Randolph leiddu liðið gegn OKC og verður athyglisvert að fylgjast með því hvernig Popovich tæklar þá tvo. Nái þeir að halda áfram að spila vel þá ætti Memphis að geta klárað þessa seríu. Mike Conley leikstjórnandi Memphis er ekki í sama klassa og Parker hjá San Antonio og því gæti Parker verið sá leikmaður sem skiptir sköpum í þessari seríu eigi San Antonio að komast í úrslit NBA keppninnar. Það er þó óvíst! Leikir liðanna í deildinni í vetur fóru 2-2 og unnust allir leikirnir á heimavelli og tveir leikjanna fóru í framlengingu! Síðast þegar liðin mættust í úrslitakeppninni fyrir tveimur árum sló Memphis (nr. 8) San Antonio (nr. 1) út í fyrstu umferðinni í sex leikjum.
Memphis liðið hefur verið að spila hörkuvörn í úrsllitakeppninni en liðið lagði Los Angeles Clipper (2-4) og Oklahoma City Thunder (1-4) í 4 liða úrslitum. Marc Gasol var valinn besti varnarmaður NBA deildarinnar á leiktímabilinu og Tony Allen einnig valinn í varnarlið ársins þannig að það má búast við svakalegaum leikjum í seríunni.
 
Líkleg byrjunarlið:

San Antonio Spurs
Tony Parker 
Danny Green 
Kawhi Leonard
Tim Duncan
Tiago Splitter
 
Memphis Grizzlies
Mike Conley
Tony Allen
Tayshaun Prince
Zach Randolph
Marc Gasol
 
San Antonio getur spilað á allt að tíu mönnum en Hollins þjálfari Memphis hefur verið að keyra á 7-8 mönnum í úrslitakeppninni, Duncan og Splitter verða að forðast villur gegn besta “turna-pari” deildarinnar Randolph og Gasol en þeir félagar hjá Memphis hitta báðir vel út vítaskotum og gefa boltan á lausa menn ef þeir eru tví- eða þrídekkaðir. 
Stóra spurningin í þessari viðureign er hvort reynsla lykilleikmanna San Antonio – Duncan, Parker og Ginobili vegi þyngra en sú reynsla sem Memphis liiðið hef safnað sér síðastliðin ár en liðið vann fleiri leiki á tímabilinu en nokkru sinnum áður (56) á þessu tímabiliog er til alls líklegt!. Ég ætla að leyfa mér að spá jafnri keppni en að Memphis hafi sigur í sex leikjum líkt og síðast þegar liðin mættust í úrslitakeppninni og mun vörn Memphis ráða úrslitum í seríunni.
Spá: San Antonio 2 – Memphis 4 
 
 
  
Fréttir
- Auglýsing -