Smáþjóðaleikarnir eru framundan í Lúxemborg en Ísland sendir bæði karla- og kvennaliðin sín til þátttöku í körfuboltakeppni mótsins. Peter Öqvist þjálfari A-landsliðs karla verður ekki með liðið á mótinu.
Peter sem einnig stýrir Sundsvall Dragons í sænsku úrvalsdeildinni á ekki heimangengt á mótið og því verða þeir Pétur Már Sigurðsson og Arnar Guðjónsson með liðið.
Mynd/ Peter Öqvist lætur Pétur og Arnar um stjórn liðsins á Smáþjóðaleikunum



