Smáþjóðaleikarnir fara að þessu sinni fram í Lúxemborg og hefst keppni í körfuknattleik þann 28. maí þegar karlalið Íslands mætir San Marínó. Eins og glöggir lesendur hafa tekið eftir eru gríðarlegar breytingar á karlaliðinu og flestir atvinnumennirnir okkar sem skipuðu liðið í síðasta Evrópuverkefni eru ekki með. Sem dæmi vantar Jón Arnór Stefánsson sem er enn á fullu með CAI Zaragoza en úrslitakeppnin í ACB deildinni er við það að hefjast á Spáni.
Þá verður Sigmundur Már Herbertsson einn íslensku dómaranna sem mun dæma við Smáþjóðaleikana en hann var tilnefndur af FIBA Europe í verkefnið.
Hér að neðan eru leikir karla- og kvennaliðanna á leikunum:
Karlar
28. maí
Ísland – San Marínó
29. maí
Ísland-Lúxemborg
30. maí
Ísland-Andorra
31. maí
Ísland-Kýpur
Konur
29. maí
Ísland – Malta
31. maí
Ísland – Kýpur
1. júní
Ísland – Lúxemborg
Tengt efni:
Mynd/ Ægir Þór Steinarsson verður með íslenska liðinu í Lúx en hann vinnur þessa dagana í því að komast að sem atvinnumaður erlendis og hefur því sagt skilið við Newberry háskólann í Bandaríkjunum.



