Smáþjóðaleikarnir eru framundan og í dag var boðað til blaðamannafundar þar sem við tókum púlsinn á Helenu Sverrisdóttur en sem fyrr mun hún fara fyrir íslenska liðinu ytra. Helena var ekkert að liggja á markmiðum liðsins, stelpurnar ætla sér sigur í Lúxemborg!
Tengt efni:
Mynd/ Helena ásamt Hannesi Jónssyni formanni KKÍ og Guðbjörgu Norðfjörð varaformanni KKÍ en Hannes verður flokkstjóri íslensku körfuboltaliðanna ytra og Guðbjörg er liðsstjóri A-landsliðs kvenna. Ísland heldur svo Smáþjóðaleikana 2015 en merki leikanna var kynnt í dag og var það frumsýnt á fundinum, Helena klæðist bol með merki Smáþjóðaleikanna en merkið hannaði Logi Jes Kristjánsson.



