spot_img
HomeFréttirHaukur hallast að sigri Valencia

Haukur hallast að sigri Valencia

Landsliðsmaðurinn Haukur Helgi Pálsson hallast að sigri Valencia í 8-liða úrslitum ACB deildarinnar á Spáni en Jón Arnór Stefánsson og félagar í CAI Zaragoza hefja leik gegn Valencia í dag. Haukur sem lék með La Bruja De Oro (Manresa) í ACB deildinni í vetur mátti á dögunum bíta í það súra epli að liðið féll um deild en La Bruja De Oro hafnaði í neðsta sæti deildarinnar. Karfan.is fékk Hauk til þess að rýna aðeins í einvígi Zaragoza og Valencia.
 
„Ég spái að Valencia vinni þetta núna, eftir að Norel datt út hjá Zaragoza minnkuðu líkurnar frekar mikið að þeir myndu vinna þetta. Valencia er með breiðan bekk og mikið af leikmönnum sem geta hlaupið, býst við því að þeir reyni að keyra leikinn upp meðan að Zaragoza reynir meira að spila 5 á 5 bolta á einum velli. En án Norels þá verður þetta erfitt fyrir Zaragoza sem spila hrikalega flottan liðsbolta, hef reyndar ekki séð nýja leikmanninn sem kom inn í stað Norel,“ sagði Haukur og segir Jón vera í lykilhlutverki hjá Zaragoza.
 
„Aguilar (ZAR) og Doellman (VAL), það verður gaman að horfa á þá etja kappi, þetta eru bestu fjarkarnir í deildinni og hrikalega svipaðir spilarar. Van Rossom (ZAR) er búinn að spila virkilega vel í vetur og gæti hann reyndar skipt sköpum ef hann spilar vel. Roll (ZAR) og okkar maður Jón verða líka í lykilhlutverki hjá þeim, báðir leikmenn sem geta hent upp 15-20 stigum allt í einu og ef þeir finna sig þá veit maður aldrei hvað gerist. Valencia er hinsvegar með svo djúpan bekk og það á eftir að reynast verðmætt í þessari rimmu. Ribas (Val) er hrikalega góður og verður erfitt að stoppa hann þar sem hann er hrikalega tekknískur og með gott skot. Dubljevic (Val) er búinn að eiga nokkra 25 plús leiki í vetur og held ég að hann verði mikilvægasti maðurinn hjá Valencia í þessari rimmu.“
  
Mynd/ Haukur Helgi tippar á Vlaencia gegn Zaragoza í 8-liða úrslitum ACB deildarinnar á Spáni en úrslitakeppnin þar í landi hefst í kvöld.
Fréttir
- Auglýsing -