Jón Arnór Stefánsson og félagar í CAI Zaragoza voru í kvöld kjöldregnir í sínum fyrsta leik í 8-liða úrslitum ACB deildarinnar. Liðið steinlá á útivelli gegn Valencia 80-42, hreint lygilegar lokatölur!
Jón varð í kvöld fyrstur Íslendinga til að leika í úrslitakeppninni á Spáni og fyrr á leiktíðinni varð hann fyrstur til þess að leika í Konungsbikarnum.
Jón var í byrjunarliði Zaragoza í kvöld og skoraði 5 stig á rúmum 20 mínútum og þá var hann einnig með 2 fráköst og 2 stoðsendingar. Liðin mætast svo í sínum öðrum leik þann 26. maí og þá á heimavelli Zaragoza.



