Bragi Hinrik Magnússon hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks kvenna hjá Stjörnunni.Bragi hefur þjálfað lið í úvalsdeild kvenna undanfarin ár og þar áður þjálfaði hann karlalið Stjörnunnar í bæði 1. deild og úrvalsdeild.
Í stuttu spjalli við Karfan.is sagði Bragi: „Ég er mjög spenntur fyrir því að þjálfa Stjörnuna, þær hafa verið að taka framförum undanfarið og voru ekki langt frá því að komast í úrvalsdeildina á síðasta tímabili. Við ætlum okkur ekkert annað þetta árið en klára það verkefni. Það er alveg frábær stemning í kringum körfuboltann hérna í Stjörnunni, aðstaðan hér til æfinga er algjörlega til fyrirmyndar og allt til staðar hér til að skapa framtíðar afreksfólk. Félagið styður heils hugar við bakið á stelpunum og ég er klár á því að þetta er byrjunin á einhverju skemmtilegu. Stjarnan hefur gert gríðarlega skemmtilega hluti með karlaliðið og nú kemur kvennaliðið í kjölfarið.“



