spot_img
HomeFréttirRagnar heldur yfir lækinn og leikur með Þór

Ragnar heldur yfir lækinn og leikur með Þór

Hinn 218 cm hái miðherji, Ragnar Á. Nathanaelsson heldur nú yfir lækinn og mun leika með Þór Þorlákshöfn í Domino´s deild karla á næstu leíktíð. Ragnar er Hamarsmaður að upplagi og var með 9,1 stig og 11,8 fráköst með Hamri í 1. deild á síðustu leiktíð.
 
Ragnar  hefur leikið í Hveragerði upp alla yngri flokka og einnig í sameiginlegu liði Hamars og Þórs í drengja- og unglingaflokki. Ragnar er að fara á Smáþjóðaleikana í Lúxemborg með A- landsliði Íslands á morgun.
 
Mynd/ Þór Þorlákshöfn – Ragnar kominn í Þórsbúninginn.
 
  
Fréttir
- Auglýsing -