Hinn ungi og efnilegi bakvörður Björgvin Hafþór Ríkharðsson hefur ákveðið að segja skilið við Fjölnismenn og þess í stað leika með ÍR-ingum í Domino´s deild karla á næsta tímabili.
Björgvin Hafþór gerir þriggja ára samning við ÍR og segir skilið við Fjölnismenn sem leika í 1.deild n.k tímabil. Á síðasta tímabili skilaði Björgvin 5,3 stigum og 2,4 fráköstum að meðaltali í leik og kemur hann til með að styrka lið IR talsvert. Í samtali við Karfan.is sagði Örvar Þór Kristjánsson þjálfari ÍR að koma Björgvins væri afar gott mál fyrir Breiðhyltinga.
„Björgvin er topp drengur og gríðarlega hæfileikaríkur leikmaður sem hefur mikinn metnað. Hópurinn okkar verður skemmtileg blanda af ungum og efnilegum leikmönnum auk eldri og reyndari leikmanna og við fögnumþví að Björgvin hafi valið það að koma til okkar,“ sagði Örvar en hann þjálfaði einmitt Björgvin tímabilið 2011-2012 hjá Fjölni og þekkir því vel til leikmannsins.
Mynd/ Elvar formaður KKD ÍR og Björgvin Hafþór mættur í bláa búninginn.



