spot_img
HomeFréttirAndri Þór til liðs við Fjölni

Andri Þór til liðs við Fjölni

Andri Þór Skúlason hefur skrifað undir eins árs samning við Fjölni í Grafarvogi. Andri er uppalinn Keflvíkingur og hefur leikið upp alla yngriflokka félagsins ásamt því að hafa leikið 20 unglingalandsliðsleiki fyrir Ísland.
 
„Andri er stór og duglegur strákur sem á eftir að hjálpa okkur mikið í vetur. Við erum ekki þekktir fyrir að vera hávaxnir í Grafarvoginum og nú með tilkomu Andra og Óla Torfa þá hefur meðalhæðin hækkað töluvert og tel ég að báðir þessir drengir eigi mikið inni og hlakka ég mikið til að vinna með þeim í vetur,“ sagði Hjalti Vilhjálmsson þjálfari Fjölnis um liðsaukann.
 
Fjölnismenn leika í 1. deild á næstu leiktíð eftir fall úr Domino´s deildinni og Andri því vel þegin viðbót í hóp þeirra gulu sem þegar hafa misst Tómas Heiðar, Gunnar Ólafs, Arnþór og Björgvin í önnur lið.
 
Mynd/ Fjölnir: Hjalti og Andri þegar gengið var frá málum.
  
Fréttir
- Auglýsing -