Mirkó Stefán Virijevic tekur slaginn að nýju með KFÍ í Domino´s deild karla á næstu leiktíð. Þetta kemur fram á heimasíðu Ísfirðinga, KFÍ.is.
Mirko var með 16,3 stig og 10 fráköst að meðaltali í leik fyrir KFÍ á síðasta tímabili. Í frétt á síðu KFÍ segir ennfremur að æfingar hefjist á morgun, 1. júní undir stjórn nýráðins þjálfara en það mun vera Birgir Örn Birgisson sem er að flytja heim frá Þýskalandi.
Mynd/ Halldór Sveinbjörnsson



