spot_img
HomeFréttirKirilenko losar sig frá úlfunum

Kirilenko losar sig frá úlfunum

Rússinn Andrei Kirilenko hefur ákveðið að leika ekki með Minnesota Timberwolves á síðasta ári samnings síns. Þetta lokaár hefði tryggt Rússanum 10 milljónir dollara sem og lausan samning að næsta tímabili loknu.
 
Samkvæmt heimildum vestanhans mun Kirilenko vera í leit að lengri samningi þegar „NBA markaðir“ opna í dag, 1 .júlí. Kirilenko átti fínt tímabil með úlfunum, 12,4 stig, 5,7 fráköst og 1,5 stolinn bolti að meðaltali í leik. Kappinn er 32 ára gamall og lék í heimalandinu með CSKA Moskvu þegar verkfallið var í gildi í NBA deildinni á þarsíðustu leiktíð.
 
Úlfarnir voru s.s. ekki óviðbúnir og í nýliðavalinu áskotnaðist þeim Shabazz Muhammad en það er þó ekki loku fyrir það skotið að launin verði lækkuð og Rússanum Kirilenko boðinn lengri samningur.
 
Hvað sem öllu líður þá er fjörið að hefjast og von á breytingum hjá NBA liðunum núna þegar félagskiptaglugginn er opinn.
 
Mynd/ Kirilenko í landsleik með Rússlandi gegn Argentínu
  
Fréttir
- Auglýsing -