spot_img
HomeFréttirKörfurnar leynast víða vol. 2

Körfurnar leynast víða vol. 2

Við þökkum þeim sem hafa verið að senda okkur myndir af körfum eða körfuboltavöllum. Hér koma nokkrar frá sjálfum formanni KKÍ, Hannesi S. Jónssyni sem um helgina lagði land undir fót. Hannes var m.a. á Hólmavík og tók mynd af þessari körfu utan á bárujárnsvegg.
 
…og Hannes lét ekki deigan síga á Hólmavík heldur þefaði þar uppi körfuboltavöll.
 
 
Í Búðardal fann formaðurinn körfu að sjálfsögðu en Búðardalur er einmitt í eina íþróttahéraðinu af 25 á Íslandi þar sem ekki eru skráðir iðkendur í körfuknattleik.
 
 
Formaðurinn var svo ekki hættur fyrr en hann fann mögulega iðkendur en þeir Jóhann og Grétar voru að leika sér í körfubolta í Búðardal og vildu ólmir að tekin yrði ein mynd af sér. Þó ekki séu skráðir iðkendur innan UDN þá er körfuknattleikur greinilega stundaður þar þó utan félags sé enda einkar skemmtileg og aðgengileg íþrótt.
 
 
Karfan.is þakkar Hannesi formanni Jónssyni kærlega fyrir þessa stoðsendingu.
 
Tengt efni:
  
Fréttir
- Auglýsing -