spot_img
HomeFréttirFjölnismenn fá gríðarlegan liðsstyrk

Fjölnismenn fá gríðarlegan liðsstyrk

Emil Þór Jóhannsson hefur ákveðið að koma heim í Grafarvoginn og spila með Fjölni næsta vetur. Emil er uppalinn Fjölnismaður en hefur farið víða síðustu ár og var meðal annars Íslandsmeistari með Snæfell 2010. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Fjölnismönnum. 
 
Emil er gríðarlegur styrkur fyrir baráttuna í 1.deild, en Fjölnir stefnir að sjálfsögðu upp í úrvalsdeild. 
 
Einnig hefur Davíð Ingi Bustion gert eins árs samning við Fjölni. David er Íslandsmeistari með Grindavík og stóð sig frábærlega í úrslitkeppnini í vor. Það er því mikil gleði í Grafarvognum að fá þessa sterku leikmenn.
 
Myndir/ Á efri myndinni er Davíð Ingi Bustion og á þeirri neðri er Emil Þór Jóhannsson og Ingi Ólafsson formaður KKD Fjölnis.
 
  
Fréttir
- Auglýsing -