spot_img
HomeFréttirDavíð Ingi: Fékk inn í LHÍ

Davíð Ingi: Fékk inn í LHÍ

Davíð Ingi Bustion mun leika með Fjölni í 1. deild karla á næstu leiktíð og verður því ekki með í baráttunni hjá ríkjandi Íslandsmeisturum Grindavíkur í Domino´s deild karla.
 
„Ég ákvað að fara og spila með Fjölni því ég fékk inn í arkitektúr hjá LHÍ og vildi sjá hversu mikla vinnu ég þyrfti í skólanum áður en ég færi af stað með liði í úrvalsdeild. Fyrsta önnin verður mikil prófraun fyrir mig og ef það gengur vel gæti ég hugsað mér að fara aftur upp um deild, jafnvel eftir jól“ sagði Davíð Ingi.
 
Mikill hvalreki á fjörur Fjölnismanna því Davíð Ingi steig eftirminnilega upp í liði Grindavíkur á síðari hluta síðasta tímabils og var á meðal verðmætustu manna liðsins þegar í harðbakka sló en hann hefur getið sér mikið og gott orð sem sterkur varnarmaður.
 
Davíð Ingi var með 2,5 stig og 2,3 fráköst hjá Grindavík á síðasta tímabili og kom þá inn í deildina sem nokkuð óþekkt stærð en sannaði ágæti sitt svo um munaði.
  
Fréttir
- Auglýsing -