Nú var að ljúka öðrum leik íslenska liðsins á sterku æfingamóti í Kína þar sem okkar drengir sigruðu Svartfjallaland 73:68. Þetta segir í tilkynningu frá KKÍ.
Ísland var undir allan leikinn og munaði einu stigi eftir 3. leikhluta og Ísland vann þann síðasta með 6 stigum og þar með leikinn.
Næsti leikur liðsins og sá síðasti í þessu móti er á morgun kl. 10.30 að íslenskum tíma gegn Makedóníu. Makedónía hafnaði í 4. sæti síðasta EM (EuroBasket 2011) sem fram fór í Litháen og eru líkt og Svartfjallaland að undirbúa sig fyrir komandi átök á lokamótinu í Slóvenínú núna í lok ágúst.



