spot_img
HomeFréttirÍsland 1-1 Danmörk

Ísland 1-1 Danmörk

Tveir æfingaleikir millum Íslands og Danmerkur fóru fram í Ásgarði í Garðabæ í dag. Ísland mátti sætta sig við 69-83 ósigur gegn Dönum í U22 ára leik liðanna en öruggur sigur vannst í leik A-landsliða þjóðanna þar sem Ísland hafði betur 83-59.
 
Stigahæstur hjá U22 ára Íslandi var Kristófer Acox með 20 stig en 10 þeirra komu í lokaleikhlutanum. Kristófer tók einnig 11 fráköst. Haukur Helgi Pálsson var stigahæstur hjá A-landsliðinu með 23 stig og 7 fráköst. Fyrirliðinn Hlynur Bæringsson setti 19 stig og tók 10 fráköst.
 
Næsti leikur liðanna er annað kvöld kl. 19:15 en þá mætast A-landsliðin í Toyota-höllinni kl. 19:15.
 
Mynd/ [email protected] – Haukur Helgi Pálsson var stigahæstur í íslenska A-landsliðinu í kvöld.
  
Fréttir
- Auglýsing -