spot_img
HomeFréttirKelli Thompson til liðs við KR

Kelli Thompson til liðs við KR

KR-ingar hafa ráðið til sín bandaríska leikmanninn Kelli Thompson og mun Thompson klæðast svörtu og hvítu í DHL Höllinni á næstu leiktíð. Thompson kemur frá UNLV háskólanum þar sem lék stöðu bakvarðar.
 
Thompson er 182 cm að hæð og frá Compton í Kaliforníu. Leikmaðurinn var með um 18 stig og 6 fráköst á lokaári sínu hjá UNLV og er þrettándi stigahæsti kvennaleikmaður skólans frá upphafi en hún gerði samtals 1264 stig á háskólaferli sínum.
  
Fréttir
- Auglýsing -