spot_img
HomeFréttirBúlgarar með 3 stiga forystu inn í seinni leikinn

Búlgarar með 3 stiga forystu inn í seinni leikinn

Búlgaría og Eistland mættust í gærkvöldi í fyrri leik sínum í lokaúrslitum fyrstu umferðar fyrir EuroBasket 2015. Leikurinn var varkárnislega spilaður hjá báðum liðum og greinilega spenna í loftinu sem sést vel á 58:55 lokatölum í leiknum. Búlgaría náði 18-0 spretti í lok þriðja leikhluta.
 
Búlgaría tók 45 fráköst gegn 31 gestanna og hitti 18/24 vítaskotum sínum.
 
Ivanov bræðurnir skiluðu flottum tölum, Kaloyan var með 15 stig og 11 fráköst og bróðir hans Deyan var með 12 stig og 5 stoðsendingar. Hjá Eistum var Rain Veideman með 11 stig sem öll komu í fyrri hálfleik en hann var eini leikmaður Eista sem skoraði yfir 10 stig.
 
Seinni leikurinn fer fram á sunnudaginn í Eistlandi og verður fróðlegt að fylgjast með honum þar sem allt er undir og hann gæti orðið mjög spennandi.
  
Mynd/ Kaloyan Ivanov landaði myndarlegri tvennu í gær.
Fréttir
- Auglýsing -