Þór Þorlákshöfn mun tefla fram bakverðinum Mike Cook á komandi tímabili í Domino´s deild karla. Cook sem er 193 sm. að hæð er 29 ára gamall og útskrifaðist frá Pittsburgh háskólanum á sínum tíma þar sem hann var með 10,4 stig, 2,8 fráköst og 2,6 stoðsendingar að meðaltali í leik.
Á síðustu leiktíð var Cook á mála hjá Al Ahli í Katar en þar áður hafði hann m.a. komið við í Póllandi og á Bretlandseyjum þar sem hann gerði gott mót með 27 stig að meðaltali í leik.



