spot_img
HomeFréttirLengjubikar karla hefst í dag

Lengjubikar karla hefst í dag

Í dag hefst keppni í Lengjubikarkeppni karla. Einn leikur er á dagskránni en þá mætast Þór Þorlákshöfn og Njarðvík í Icelandic Glacial Höllinni í Þorlákshöfn kl. 19:15.
 
Í kvöld gæti athyglisverður atburður átt sér stað þegar viðureign Þórs og Njarðvíkur hefst því bæði lið tefla fram leikmönnum sem telja heila 218 sentimetra. Þeir Benedikt Guðmundsson þjálfari Þórs og Einar Árni Jóhannsson þjálfari Njarðvíkinga geta því boðið vallargestum upp á eitthvað sem líkast til gæti orðið hávaxnasta uppkast Íslandssögunnar ef þeir Egill Jónsson og Ragnar Nathanaelsson verða á miðjuhringnum þegar leikur hefst. Ef viðlíka uppkast hefur þegar átt sér stað og jafnvel, þó ólíklegt sé, að um fleiri sentimetra hafi verið að ræða mega glöggir endilega láta okkur vita hér á [email protected]
 
Mynd/ Nat-maðurinn teygir vel úr sér á Smáþjóðaleikunum fyrr á þessu ári en Ragnar samdi við Þór Þorlákshöfn í sumar.
  
Fréttir
- Auglýsing -