FSu og Hrunamenn hafa ákveðið að senda sameiginlegt kvennalið til keppni í 1. deild kvenna á komandi leiktíð. Búið er að ráða spilandi þjálfara á liðið sem heitir Jasmine Alston og er von á henni til landsins á næstunni.
Á heimasíðu FSu segir:
Forráðamenn liðanna eru spenntir fyrir samstarfinu og komandi vetri og er gaman að nú sé komið lið í baráttu 1.deildar kvenna sem hægt verður að sjá í Iðu og flúðum í vetur. Æft verður á báðum stöðum til skiptis.



