spot_img
HomeFréttirEurbasket hefst í dag

Eurbasket hefst í dag

Í dag hefst Evrópumeistaramótið í körfuknattleik í Slóveníu. Venju samkvæmt er ekkert sýnt frá mótinu í íslensku sjónvarpi en áhugasömum gefst þó kostur á að fylgjast með mótinu á sjónvarpsvef FIBA.
 
Slóðin sem hægt er að nálgast útsendingarnar á er http://www.livebasketball.tv/
 
Um er að ræða alla leiki keppninnar. Auk þess fylgir í áskriftinni Euroleague, Euroleague kvenna, HM á næsta ári og Ólympíu-undankeppnir þegar þær eru auk allra annara álfukeppna og deilda í hinum ýmsu löndum.
 
Mánaðaráskrift er á €11.99 (1.900 ISK) sem dugir út EuroBasket sem stendur yfir dagana 4.-22. september. Hægt er að kaupa beint ársáskrift en þá er mánuðurinn á €7.9.
 
Fyrstu leikir hefjast í dag og meðal áhugaverðra leikja má nefna Tyrkland-Finland kl. 12.30, Spán-Króatíu, Makedóníu-Svartfjallaland og Svíþjóð-Grikkland kl. 15.45 og svo Rússland-Ítalíu og Serbía-Litháen kl. 19.00.
 
Livebasketball.tv býður upp á góð gæði og öfluga strauma, hægt er að horfa á allt að fjóra leiki í einu á skjánnum og fleira skemmtilegt fyrir körfuboltaþyrsta aðdáendur.
  
Fréttir
- Auglýsing -